Slæm ákvörðun sem við breyttum í mjög góðan hlut Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2020 10:00 Margrét Valdimarsdóttir og fleiri hafa þurft að berjast fyrir því undarnfarnar vikur að sjá til þess að ÍR verði áfram með kvennalið í handbolta á næstu leiktíð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49
Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57