Segir eitthvað rangt við framkomuna gagnvart hetjum faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 08:09 Vaktaálagsgreiðslum var nýverið hætt og hafa laun einhverra hjúkrunarfræðinga lækkað um tugi þúsunda króna. Landspítali/Þorkell Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. Þau hafi verið án samninga eftir árs viðræður og laun þeirra hafi verið skert rétt áður en faraldurinn skall á. Þetta segir læknirinn Tómas Guðbjartsson, í Facebookfærslu sem hann skrifaði í gærkvöldi. Hann segist þó ekki gera lítið úr hlutverki lækna sem sömuleiðis skipi framvarðasveitina eða allra þeirra annarra stétta sem komi einnig við sögu. „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið,“ skrifaði Tómas. Hann sagði að erlendis væri verið að borga sömu hjúkrunarfræðingum ríflega bónusa, enda sé ekki hægt að vinna faraldurinn án þeirra. „Koma svo - og ekki segja mér að ómögulegt sé að semja vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði. Það er gömul lumma og þreytt.“ Vaktaálagsgreiðslum var nýverið hætt og hafa laun einhverra hjúkrunarfræðinga lækkað um tugi þúsunda króna. Vísir ræddi við Sóley Halldórsdóttur í gær, sem hafði vakið athygli á því og sagðist hún óska þess að launaseðillinn sem henni barst í gær væri aprílgabb. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ sagði Sóley og bætti við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. „Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru hetjurnar í faraldri Covid-19 og í langmestri snertingu við sjúklinga sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni. Þau hafi verið án samninga eftir árs viðræður og laun þeirra hafi verið skert rétt áður en faraldurinn skall á. Þetta segir læknirinn Tómas Guðbjartsson, í Facebookfærslu sem hann skrifaði í gærkvöldi. Hann segist þó ekki gera lítið úr hlutverki lækna sem sömuleiðis skipi framvarðasveitina eða allra þeirra annarra stétta sem komi einnig við sögu. „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið,“ skrifaði Tómas. Hann sagði að erlendis væri verið að borga sömu hjúkrunarfræðingum ríflega bónusa, enda sé ekki hægt að vinna faraldurinn án þeirra. „Koma svo - og ekki segja mér að ómögulegt sé að semja vegna launaskriðs á almennum vinnumarkaði. Það er gömul lumma og þreytt.“ Vaktaálagsgreiðslum var nýverið hætt og hafa laun einhverra hjúkrunarfræðinga lækkað um tugi þúsunda króna. Vísir ræddi við Sóley Halldórsdóttur í gær, sem hafði vakið athygli á því og sagðist hún óska þess að launaseðillinn sem henni barst í gær væri aprílgabb. Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ sagði Sóley og bætti við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. „Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira