Katrín segir kyn sitt ekki hafa skipt sköpum í baráttunni við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:50 Konurnar Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir kynntu innleiðingu samkomubanns á blaðamannafundi 13. mars ásamt karlinum Þórólfi Guðnasyni. Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þó svo að þjóðir með kvenkyns leiðtoga í brúnni hafi víða náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna þá skiptir áhersla á vísindalega nálgun meira máli en kynferðið, að mati forsætisráðherra. Íslendingar hafi jafnframt ekki þurft að setja lögregluþjóna á öll götuhorn til að tryggja að reglum yrði framfylgt, þjóðin hafi sjálf staðið undir ábyrgðinni. Ýmsir erlendir stórmiðlar hafa velt upp þeirri spurningu á síðustu vikum hvort að konur hafi sýnt og sannað í kórónuveirufaraldrinum að þær séu betri leiðtogar en karlar. Ýmsar vísbendingar þess efnis eru tíndar til; þannig hafi Nýsjálendingar með Jacindu Ardern í brúnni náð góðum árangri rétt eins og Þýskalandskanslari, Tsai Ing-wen í Tævan, Sanna Marin í Finnlandi auk þess sem borgarstjóri San Francisco, London Breed, er talin hafa staðið sig umtalsvert betur en karlkyns starfsbræður hennar í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Árangur kvenleiðtoga bar þannig á góma í viðtali frönsku fréttastofunnar France 24 við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, en hún hefur sjálf verið nefnd í þessum samhengi. Hún áréttaði að víða mætti einnig finna karlkyns þjóðarleiðtoga sem hafi tekið kórónuveiruna föstum tökum, án þess þó að nefna neinn sérstaklega í því samhengi. Kynferði stjórnendanna skipti þó ekki höfuðmáli að mati Katrínar. „Það sem við sjáum í þessum faraldri er að leiðtogar sem fylgja ráðleggingum vísindamanna og taka gangsæjar ákvarðanir um aðgerðir vegna veirunnar eru að standa sig vel,“ segir Katrín. Hún hafi þannig talið það mikilvægt fyrir Íslendinga í baráttunni að búa við opið, lýðræðislegt þjóðskipulag. Íslensk stjórnvöld hafi fylgt þeim leikreglum sem þess konar skipulagi fylgi og reynt að hafa allar ákvarðanir uppi á borðum. „Það sem hefur gerst hér er að þjóðin sjálf hefur tekið á sig mikla ábyrgð í að hefta útbreiðslu veirunnar. Lögreglan er hér ekki úti á götu að sjá til þess að allir séu að framfylgja reglunum. Fólk hefur sjálft tekið þetta að sér - því við erum öll hluti af lausninni.“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtalinu sem má sjá í heild hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Tengdar fréttir Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30 „Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. 27. apríl 2020 10:30
„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. 20. apríl 2020 07:10