Plokka rusl við heilbrigðisstofnanir á Stóra Plokkdeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2020 08:59 Plokkarar munu beina sjónum sínum að heilbrigðisstofnunum í dag. Plokk á Íslandi/aðsend Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra munu setja Stóra plokkdaginn formlega í dag klukkan 10 við Landspítalann í Fossvogi. Í ár munu plokkarar landsins beina athygli sinni að sjúkrastofnunum landsins til að sýna þakklæti og samstöðu með framlínu heilbrigðisstarfsfólks landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Plokki á Íslandi. Spáð er góðu veðri í dag og því er tilvalið að fara út, njóta góða veðursins með fjölskyldunni úti í náttúrunni og taka til hendinni. Skipulagt plokk mun fara fram í nánast öllum sveitarfélögum landsins sem sprottið er upp af frumkvæði íbúa þeirra. „Plokkið er eina partýið sem þú mátt mæta í um helgina, það er opið öllum, enginn aðgangseyrir en kraftmikil núvitund, innri friður og gleði í boði fyrir alla sem taka þátt,“ segir í tilkynningunni. Allir eru hvattir til að taka þátt í ruslaplokkinu í dag.Plokk á Íslandi/aðsend Setningin mun fara fram á túni í norðvesturhorni Landspítalans í Fossvogi. Hægt verður að fylgjast með setningunni í beinu streymi á Facebook. Deginum verður skipt upp í tvær plokkvaktir. Sú fyrri byrjar klukkan 10 og sú seinni klukkan 13. Öllum er frjálst að taka þátt að hluta eða öllu leyti eða skipuleggja eigin dagskrá. Upplýsingar eru inni á Plokk á Íslandi á Facebook og á samfélagsmiðlum eða heimasíðum sveitarfélaganna. Plokk í fimm einföldum skrefum: 1.Finna ruslapoka, hanska og plokktangir. 2.Klæða sig eftir aðstæðum. 3.Finna hentugt svæði. 4.Virkja fjölskylduna með. 5.Virða fjölda og 2 metra regluna. Fólk er þá beðið að gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira