Marshall-áætlun FIFA í bígerð Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:30 FIFA ætlar að bregðast við vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar. VÍSIR/GETTY FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021. FIFA Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021.
FIFA Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira