Dauðsfallið rannsakað innanhúss og vísað til Landlæknis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2020 18:39 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm 42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
42 ára kona lést innan við hálfum sólahring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í síðustu viku. Að sögn heimildarmanns var konan lögð inn á gjörgæsludeild spítalans með sambærileg sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum. Málinu hefur verið vísað til landlæknis og er rannsakað á Landpítalanum. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um klukkan sex á fimmtudaginn. Að sögn heimildar fréttastofu hafði hún ekki stjórn á höndum, gat ekki stigið í fætur og var afar illa áttuð við komuna en grunur lék á að hún væri með blóðsýkingu. Þremur tímum síðar var konan útskrifuð af spítalanum og keyrð þaðan í hjólastól og upp í bíl. Þá var hún í verra ástandi en þegar hún kom á spítalann að mati heimildarmanns. Engin svör hafi fengist frá heilbrigðisstarfsmanni þegar gerðar hafi verið athugasemdir við ástand hennar. Konan lést innan við tólf tímum eftir útskriftina. Að sögn viðkomandi fékk konan samskonar sjúkdómseinkenni fyrir tveimur árum og var þá flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku og síðan innrituð á gjörgæsludeild. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verið sé að rannsaka lát konunnar. „Ég vil byrja á því að senda aðstandendum konunnar samúðarkveðjur. Við höfum vísað þessu máli til Landlæknis og erum að rannsaka atvikið innanhúss en ég get ekki tjáð mig meira um þetta atvik af svo stöddu,“ segir Páll. Aðspurður um hvort að meiri líkur séu á að mistök verði á spítalanum vegna þess álags sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað segir Páll: „Það er aukið álag á spítalanum vegna þess ástands sem nú er og þá er aukin hætta á mistökum. Það er hins vegar ekki búið að rannsaka þetta mál og því get ég ekki tjáð mig um hvernig atvik eru varðandi það,“ segir hann. Yfir 900 manns hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisyfirvalda. Páll segir að þegar sé byrjað að kalla þaðan til fólk vegna álags á stofnuninni. „Við höfum þegar fengið þaðan 90 starfsmenn og vonumst til að geta fengið mun fleiri,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum. 31. mars 2020 15:58