Sýrlenskir flóttamenn lýsa þungum áhyggjum af kórónuveirunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2020 20:00 Staðan í búðunum er svört nú þegar en verður hreinlega hamfarakennd ef kórónuveiran berst þangað. EPA/AREF WATAD Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“ Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Læknar án landamæra lýsa yfir áhyggjum af því að kórónuveiran gæti borist í sýrlenskar flóttamannabúðir. Nærri ómögulegt yrði að ráða við faraldurinn í búðunum. Lífið í flóttamannabúðum í Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði sýrlenskra uppreisnarmanna, er langt frá því að vera dans á rósum. Þar er afar þétt búið og hreinlætisvörur eru af skornum skammti. Einmitt þessir þættir eru ástæðan fyrir miklum áhyggjum af því hvað gerist ef kórónuveiran berst í sýrlenskar flóttamannabúðir. Ekkert nema sápa Hussein Mohammed al-Dibo, flóttamaður, er ekki bjartsýnn á að hægt verði að ráða við faraldurinn. „Hér höfum við sápu en ekkert annað. Ég meina, ef öllum þessum stóru ríkjum mistókst að ráða við faraldurinn... hvað getum við þá gert? Hvað getum við gert sem valdamikil ríki gátu ekki?“ Hann býr í búðunum ásamt eiginkonunni Fatimu og börnum þeirra. Fatima kveðst afar áhyggjufull. „Ég hef áhyggjur af því það eru svo mikil samskipto og ég hef miklar áhyggjur af sjúkdómnum því hér eru engar varnir, enginn stuðningur, sótthreinsiefni. Ekkert af þessu.“ Fátt hægt að gera Tíu tilfelli hafa verið staðfest í Sýrlandi enn sem komið er og í raun gætu mun fleiri verið smituð. Heilbrigðiskerfið er í molum vegna borgarastyrjaldarinnar. Umsjónarmaður búðanna sem al-Dibo fjölskyldan býr í segir þær langt frá því að vera undirbúnar fyrir faraldurinn. „Guð forði okkur frá því að veiran berist í flóttamannabúðirnar. Það yrði hamfarakennt. Dánartíðnin yrði afar há af því okkur skortir sérfræðinga, sótthreinsiefni og grímur.“
Sýrland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44 Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Sjá meira
Fyrsta dauðsfallið í Sýrlandi staðfest Heilbrigðisráðuneyti Sýrlands staðfesti í dag að kona hefði dáið af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 29. mars 2020 20:44
Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. 19. mars 2020 19:00