Söfnuðu á augabragði fyrir fjörutíu spjaldtölvum fyrir sjúklinga á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 17:06 Söfnunin gengur mjög vel. Þegar hefur verið safnað fyrir rúmlega fjörutíu spjaldtölvum en ljóst er að þær verða umtalsvert fleiri auk heyrnartóla. Vísir/Vilhelm Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Söfnun fyrir spjaldtölvum fyrir sjúklinga á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti hefur gengið vonum framar. Upphaflegt markmið náðist á innan við sólarhring og skipuleggjendur eru í skýjunum og hvergi nærri hættir. „Við erum bara hrærð og ótrúlega þakklát,“ segir María Björk Steinarsdóttir líffræðingur sem starfar með iðjuþjálfum á Landakoti. Hún stendur fyrir söfnuninni á Karolina Fund ásamt Helgu Atladóttur hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra á Landspítalanum. Spjaldtölvur geta stytt sjúklingum stundir í leikju, vafri á neti, hlustun á hlaðvörp og tónlist fyrir utan að geta haft samskipti við vini og ættingja í mynd. Eitthvað sem er dýrmætt á tímum sem þessu, Aldrei staðið í neinu svona María Björk segir söfnunina hafa farið af stað í gærkvöldi. Markmiðið, söfnun fyrir fjörutíu spjaldtölvum af ódýrustu gerð, náðist í dag en þær halda söfnun áfram. „Við höfum aldrei staðið í einhverju svona. Við ákváðum að hafa samband við Karolina fund. Vildum hafa söfnunina hóflega en gera samt eins mikið og við ímynduðum okkur að hægt væri að safna,“ segir María Björk. Það er auðheyrt á henni að hún er verulega ánægð með viðbrögðin. 81 pláss er á Landakoti þar sem gömlu fólki er sinnt. Landakot hefur fundið fyrir áhrifum kórónuveirunnar eftir að smit greindist hjá sjúklingum á tíræðisaldri. Um tíma var lokað fyrir innlagnir en forstjóri Landspítalans tilkynnti í dag að aftur væri opið fyrir innlagnir frá og með deginum í dag. María Björk segir ástandið vissulega hafa haft sín áhrif á sjúkraþjálfun sjúklinga, þó fólk fái alla þá þjónustu sem mögulega sé hægt að veita. Óumflýjanlega skapast hins vegar meiri frítími hjá sjúklingum, sem geta ekki fengið heimsóknir, og kærkomið að kenna þeim á spjaldtölvur. Tækni sem sumir reiknuðu aldrei með að kynnast „Komast í Sudoku, leiki og alla þess hluti. Og geta farið á netið! Iðjuþjálfarnir eru að fara að kenna þessu fólki og það verður gaman enda sumir líklega aldrei hugsað sér að geta tileinkað sér þessa tækni. Það verður mikið að gera hjá okkur að kenna fólkinu og aðstoða en við gerum allt af gleði og mikilli ánægju.“ Markmiðið hefur verið hækkað, í 250 prósent af upphaflegu markmiði. „Upphaflega ætluðum við að byrja á einni deild og safna fyrir öllum þar, sem voru átján sjúklingar,“ segir María. En svo hafi þeim liðið illa með að skilja aðrar deildir út undan og því hafi verið ákveðið að safna fyrir allar deildir spítalans. Þær hafi séð þennan ótrúlega meðbyr og nú vilja þær líka safna fyrir gamla fólkið sem dvelur á Vífilsstöðum. Þá þarf líka að safna fyrir heyrnartólum til að hjálpa fólki að hlusta og eiga samkskipti við fjölskyldu og vini. Vel á aðra milljón króna hefur safnast á innan við sólarhring og þakkar María Björk Karolina fund kærlega fyrir skjót viðbrögð og þjónustu. Þar hafi allir verið tilbúnir að bregðast skjótt við og leggja hönd á plóg.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira