Héldu að Cristiano Ronaldo héti Custódio þegar hann skoraði sitt fyrsta mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 14:30 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en þar varð hann að einum besta knattspyrnumanni heims. Getty/Koji Watanabe Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims. Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims.
Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira