Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2020 21:12 Donald Trump og repúblikanar fögnuðu áfanganum í Hvíta húsinu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira