Landsmenn ættu að búa sig undir lengra samkomubann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 14:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biður landsmenn að búa sig undir það að samkomubannið sem nú er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins muni vara lengur en gefið hefur verið út. Að óbreyttu gildir það til 12. apríl en það gæti varað lengur. Mun það skýrast á næstu dögum hvort svo verður. Þá sagði sóttvarnalæknir að búast mætti við því að faraldrinum ljúki sennilegast í maí. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst upp úr klukkan 14 í dag. Samkomubannið tók gildi á mánudaginn í síðustu viku og miðaðist þá við að samkomur með 100 manns eða fleirum væru óheimilar. Á mánudaginn í þessari viku var bannið síðan hert og er það nú almennt svo að samkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar. Þakkaði Þórólfur þjóðinni fyrir það hvernig hún hefði brugðist við samkomubanninu og sagði ómetanlegt að finna samhug og samstöðuna í samfélaginu. Í dag eru fjórar vikur síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Sagði Þórólfur að búast mætti við því að faraldrinum myndi sennilegast ljúka hér á landi einhvern tímann í maí. Fólk þyrfti því að hafa þolinmæði, umburðarlyndi og jákvæðni á næstu vikum. Þórólfur sagði faraldurinn enn í vexti en vöxturinn væri þó ekki hraður. Þá ætti enn eftir að ná hápunktinum. Jafnframt kom fram í máli Þórólfs að verið væri að stefna í bestu spána þegar kemur að fjölda greindra smita en þegar kemur að alvarlegum tilfellum og innlögnum á gjörgæslu væri verið að feta verstu spána. Sagði Þórólfur að næsta gerð af spálíkani Háskóla Íslands myndi taka mið af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira