Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 12:59 Aldrei hafa fleiri sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á einni viku en nú. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir manna um bætur. Fyrra met var um 700.000 manns í október árið 1982. AP/John Minchillo Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09