Halda kröfunni til streitu: „Feginn að hafa ekki verið í þessum hópi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, var í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. VSV/Vísir/Óskar P. Friðriksson Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan. Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka spurði Kristján hvert næsta skref Vinnslustöðvarinnar væri, en Sigurgeir Brynjar segir félagið ætla að halda skaðabótakröfu sinni til streitu. „Ég get nú bara sagt það að ég er afskaplega feginn að hafa ekki verið í þessum hópi. Því að það er engin launung á því að Ísfélagsmenn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim sporum. Það er hins vegar þannig að við Vestmannaeyingar erum vanir stormi í óeiginlegri og eiginlegri merkingu og það að við séum með stjórn sem er róleg þó að það sé stormur, átök og spurningar þá erum við bara að velta málunum fyrir okkur. Menn hafa ró og yfirvegun að vopni. Þar sem ég er gamall sjóari þá hefði ég ekki viljað vera á skipi undir stjórn skipstjóra sem færi á taugum við minnsta blástur. Við þurfum að koma okkur í gegnum blásturinn, við þurfum að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þetta mál er búið að standa í tíu ár. Það að það dúkki núna upp er hrein tilviljun og ég skil angist þjóðarinnar og ég skil reiði mjög margra. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir hafa látið hafa eftir sér að þau kvíði ekki niðurstöðunni enda krefst ríkið sýknu. Niðurstaðan verður aldrei fyrr en eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. ,Þannig þú ferð ekki sömu leið? „Nei,“ sagði Sigurgeir. Hlusta má á viðtalið við Sigurgeir Brynjar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Sjávarútvegur Sprengisandur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent