Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:00 Kylian Mbappé gæti verið á leið til Real Madrid í framtíðinni, fyrir mun lægra verð en áður. vísir/getty Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann. Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann.
Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00
Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00