Segir að Liverpool verði alltaf í skugga Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 09:30 Liverpool og Manchester United unnu Meistaradeildina með tuttugu ára millibili með þessum liðum, Liverpool 2019 og Manchester United 1999. Samsett/Getty Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira
Liverpool hefur verið mörgum skrefum á undan Manchester United undanfarin tímabil en það breytir ekki því að einn þekktur og harður stuðningsmaður United er tilbúinn að tala niður verðandi Englandsmeistara. Manchester United stuðningsmaðurinn Andy Tate komst í sviðsljósið fyrir eldræður sínar á netinu á stjóratíma David Moyes en það hefur aðeins minna heyrst í honum að undanförnu. Það mætti halda að slæmt gengi Manchester United og gott gengi erkifjendanna í Liverpool myndi lækka eitthvað í honum raustina en svo virðist ekki vera. Kannski vonin um að Liverpool missi Englandsmeistaratitilinn út af kórónuveirunni og gott gengi United liðsins eftir komu Bruno Fernandes hafi kveikt aftur á kappanum en það er samt líklegt að gott gengi Liverpool pirrar hann mikið. Andy Tate mætti í „Unpopular Opinion“ á 888 Sport og það er óhætt að segja að hann hafi pirrað marga stuðningsmenn Liverpool með þessum orðum sínum hér fyrir neðan. Viruses and season cancellations aside, Andy Tate REALLY isn t taking Liverpool s season of dominance too well ?????? #UnpopularOpinion pic.twitter.com/Fm60hZMNex— 888sport (@888sport) March 17, 2020 Andy Tate stendur nefnilega fastur á því að Liverpool verði alltaf í skugga Manchester United og skiptir þar engu hvernig næstu tímabil þróast. „Liverpool verður aldrei eins stórt félag og Manchester United. Við unnum fyrsta Evróputitilinn, höfum unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og við erum með tuttugu Englandsmeistaratitla á móti ykkar átján,“ lýsti Andy Tate yfir stoltur í viðtalinu. „Þið settuð staðallinn á níunda áratugnum en við höfum sett staðalinn undanfarin 24 ár. Þegar ykkur skrikar aðeins fótur eins og 2014 þá ætlið þið aldrei að komast yfir það,“ sagði Andy Tate og vísaði þá til þess þegar fyrirliðinn Steven Gerrard flaug á hausinn og gaf mark í leik á móti Chelsea sem á endanum þýddi það að Liverpool missti af Englandmeistaratitlinum. „Sama hvað þið gerið þá verðið þið aldrei eins stór eins og við af því að við erum alltaf þessi litla fluga á rúðunni sem fer aldrei. Liverpool verður alltaf í skugganum af Manchester United,“ sagði Andy Tate.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Sjá meira