Tölurnar sýna lítið smit á meðal barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:23 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé sjáanlegt verulegt smit af kórónuveirunni á milli barna hér á landi. Þetta sýni nýjustu tölur bæði frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem greinir sýni vegna veirunnar og frá Íslenskri erfðagreiningu sem er að skima fyrir veirunni. Þannig hafa þrjú börn yngri en 10 ára greinst á Landspítalanum af þeim 268 börnum sem tekin hafa verið sýni frá. Þá hefur ekkert barn greinst með veiruna hjá Íslenskri erfðagreiningu en þar hafa sýni úr meira en 400 börnum verið skimuð. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem hófst venju samkvæmt upp úr klukkan 14 í dag. Með vísan í þessar tölur sagði hann því að umræða um mikið smit hjá börnum og skólum væri ekki að raungerast núna, hvað svo sem síðar verði. Sagði Þórólfur það mjög góðar fréttir hversu lítið smit sé á meðal barna. Alls ellefu börn undir tíu ára aldri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hér á landi Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum covid.is hafa ellefu börn yngri en tíu ára greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Vísir óskaði eftir upplýsingum frá embætti landlæknis um muninn á þessum tölum, það er þeim þremur börnum sem Þórólfur talaði um á fundinum og svo þeim ellefu sem talin eru á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis eru þau þrjú börn sem sóttvarnalæknir nefndi ákveðið úrtak úr fjölda sýna síðustu daga. Það sem tekur við núna sé að skoða allan hópinn og þann heildarfjölda sýna sem tekinn hefur verið hjá börnum yngri en 10 ára, en alls hafa ellefu börn úr þessum aldurshópi greinst með veiruna frá upphafi faraldursins hérlendis. Sú tala sé rétt á covid.is. Við upphaf upplýsingafundarins kom Þórólfur einnig inn á það hversu fá ný tilfelli hafa greinst síðasta sólarhringinn; í gær voru staðfest smit 568 en í dag eru þau 588 samkvæmt upplýsingasíðunni covid.is. Til samanburðar fjölgaði staðfestum tilfellum um 95 frá laugardegi til sunnudags. Þórólfur sagði erfitt að útskýra þessa fækkun á milli daga en kvaðst hallast að því að um væri að ræða dagbundna sveiflu. Þá kynni fækkunin að skýrast af því að færri sýni voru tekin í gær heldur en dagana á undan. Fram kom í máli Þórólfs að nú væru alls þrettán inniliggjandi á spítalanum vegna veirunnar en enginn á gjörgæslu. Sjö hefðu verið útskrifaðir af spítalanum. Þórólfur sagði að faraldurinn væri enn í vexti hér á landi en þó ekki mjög miklum. Hins vegar þyrfti að taka lengra tímabil, nokkra daga í einu, til að hægt væri að tala um hvort faraldurinn væri í miklum eða litlum vexti. Fréttin var uppfærð kl. 15:45 með nánari upplýsingum um heildarfjölda þeirra barna undir tíu ára aldri sem greinst hafa með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira