Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 09:58 Ítalskir hermenn á vaktinni vegna veirunnar um miðjan mánuðinn. Vísir/getty Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. Þá mun Ítölum byrja að berast aðstoð frá rússneska hernum í baráttunni við veiruna í dag. Aðgerðir hafa jafnframt verið hertar svo um munar í Langbarðalandi, sem farið hefur verst allra héraða á Ítalíu út úr faraldrinum. Ástandið á Ítalíu hefur versnað hratt síðustu vikur. Sjúkrahús eru yfirfull og í gær var tilkynnt um 793 dauðsföll af völdum veirunnar. Alls hafa því nær fimm þúsund látið lífið vegna veirunnar á Ítalíu. Ekki hafa fleiri dauðsföll vegna veirunnar verið skráð í landinu á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst þar fyrir um mánuði. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti um hertar aðgerðir stjórnvalda gegn faraldrinum í ávarpi til ítölsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Hann sagði stöðuna sem upp er komin nú þá alvarlegustu sem Ítalir hefðu staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þá fyrirskipaði hann lokun allrar „ónauðsynlegrar“ starfsemi fram til 3. apríl næstkomandi hið minnsta. Nákvæm útfærsla á þessum hertu reglum verður kynnt í dag. Þá kvað hann verða tryggt að matvöruverslanir og apótek yrðu áfram opin. Öll íþróttaiðkun bönnuð Einnig var tilkynnt að Rússar myndu senda hermenn sína til Ítalíu í baráttunni við veiruna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Conte í gær og bauð fram aðstoð í formi sérfræðinga og farartækja sem sinnt geta sótthreinsun. Þá hefur öll íþróttaiðkun verið bönnuð utandyra í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur allra verst út úr faraldrinum. Bannið á jafnt við um íþróttaiðkun einstaklinga og hópa. Þá hefur notkun sjálfsala einnig verið bönnuð. Allar framkvæmdir í héraðinu hafa einnig verið stöðvaðar, fyrir utan sjúkrahúsframkvæmdir og vegavinnu.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15