Úrvinda í viku eftir tækniklúðrið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2020 10:00 Björg Magnúsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti í sjónvarpi og útvarpi undanfarin ár. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg var meðal þeirra sem stýrði lokakvöldinu í Söngvakeppninni ásamt Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Upp kom sú staða í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð að tæknin var að stríða framleiðendum sýningarinnar og varð Björg til að mynda að teygja lopann töluvert í viðtölum á sviðinu, til að vinna tíma fyrir tæknimenn RÚV. Eftir lokakvöldið var tala um fátt annað í íslensku samfélagi en umrætt tækniklúður og tók það sinn toll á sjónvarpskonuna. „Manni líður ótrúlega skringilega. Þú ert með pródúsent í eyranu og heyrir raddir þar. Þú ert að reyna að frjósa ekki og þú verður að segja eitthvað og getur ekki bara staðið kyrr á sviðinu,“ segir Björg og heldur áfram. „Þetta er allt einhvern veginn að berjast innra með þér á sama tíma og þá kallar maður bara á hund,“ segir Björg en athygli vakti þegar Björg fékk einmitt hund á sviðið í beinni útsendingu. „Mér bara datt ekkert annað í hug og þarna var mjög óljóst hversu mikið væri eftir af viðgerðartímanum. Þetta getur bara gerst, adrenalínið er botni, það eru allir að horfa og þú verður bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki að segja að ég hafi haft eitthvað gaman af þessu en það er ekkert hægt að verða eitthvað brjálaður, þetta er hluti af þessu.“ Hún segist hafa verið alveg uppgefin eftir þetta kvöld. „Ég var bara búin og sagði bara strax, hvar er bjórinn. Ég var bara sprungin blaðra og svo bara gerði ég ekki neitt í viku og las þrjár bækur. Maður er alveg útkeyrður eftir svona langt álagsferli.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg var meðal þeirra sem stýrði lokakvöldinu í Söngvakeppninni ásamt Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Upp kom sú staða í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð að tæknin var að stríða framleiðendum sýningarinnar og varð Björg til að mynda að teygja lopann töluvert í viðtölum á sviðinu, til að vinna tíma fyrir tæknimenn RÚV. Eftir lokakvöldið var tala um fátt annað í íslensku samfélagi en umrætt tækniklúður og tók það sinn toll á sjónvarpskonuna. „Manni líður ótrúlega skringilega. Þú ert með pródúsent í eyranu og heyrir raddir þar. Þú ert að reyna að frjósa ekki og þú verður að segja eitthvað og getur ekki bara staðið kyrr á sviðinu,“ segir Björg og heldur áfram. „Þetta er allt einhvern veginn að berjast innra með þér á sama tíma og þá kallar maður bara á hund,“ segir Björg en athygli vakti þegar Björg fékk einmitt hund á sviðið í beinni útsendingu. „Mér bara datt ekkert annað í hug og þarna var mjög óljóst hversu mikið væri eftir af viðgerðartímanum. Þetta getur bara gerst, adrenalínið er botni, það eru allir að horfa og þú verður bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki að segja að ég hafi haft eitthvað gaman af þessu en það er ekkert hægt að verða eitthvað brjálaður, þetta er hluti af þessu.“ Hún segist hafa verið alveg uppgefin eftir þetta kvöld. „Ég var bara búin og sagði bara strax, hvar er bjórinn. Ég var bara sprungin blaðra og svo bara gerði ég ekki neitt í viku og las þrjár bækur. Maður er alveg útkeyrður eftir svona langt álagsferli.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00