Tíu ára afmælismyndir frá gosinu á Fimmvörðuhálsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 16:00 Göngufólk á leiðinni til að bera gosið augum að næturlagi. Vísir/Vilhelm Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdist með gosinu og má sjá brot af bestu myndum hans í albúminu að neðan. Fjöldi fólks lagði land undir fót og skellti sér í göngu á Fimmvörðuháls til að bera gosið augum.Vísir/VilhelmMagnaðir litir í eldgosinu.Vísir/VilhelmKeflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli var lokað um tíma vegna gossins. Vísir/VilhelmFjölmargir hættu sér ansi nálægt gosinu.Vísir/VilhelmUpp, upp, upp á fjall...Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að um náttúruaflasýningu hafi verið að ræða.Vísir/VilhelmLiturinn á eldgosinu var allt frá gulum yfir í rauðan, appelsínugulum yfir í bleikan.Vísir/VilhelmSkálinn í Langadal í Þórsmörk þar sem margur Íslendingurinn hefur hreiðrað um sig í svefnpoka í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar.“ Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó þurfti að rýma nokkra bæi. Fyrsta tilkynning um gosið barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið hófst í um 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki undir sjálfum jökulinum. Hraunið myndaði háan foss er það rann niður í Hrunagil. 22. mars færðist gosið í aukana og mökkurinn varð að líkindum átta kílómetra hár. 31. mars opnaðist ný gossprunga um 200 m norðan við upphaflegu sprunguna. Við það minnkaði virknin í eldri sprungunni til muna og um viku síðar var virknin orðin að engu. Hraunið rann þá að mestu í Hvannárgil. Þegar sprungan opnaðist var nokkur fjöldi göngufólks ekki langt frá og var það flutt með þyrlum af hættusvæðinu. Gosinu var lokið þann 13. apríl en strax daginn eftir hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Textinn að ofan er að mestu unnin úr Wikipedia-síðunni um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Tímamót Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Það stóð frá 20. mars 2010 til 13. apríl sama ár. Upphaflega bárust fregnir frá Lögreglunni á Hvolsvelli um eldgos og tilheyrandi öskufalli í eða við Eyjafjallajökul. Síðar kom í ljós að gosið var hraungos norðarlega í Fimmvörðuhálsi, rétt austan við Eyjafjallajökul. Hraunrennslið úr gossprungunni myndaði um 200 metra hraunfoss, þann hæsta í heimi, og rann hraunið niður í gil í grennd við gossprunguna. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð, fjöldahjálparstöðvar opnaðar og helstu hættusvæði rýmd. Byrjað var strax í upphafi að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Fyrstu nóttina voru íbúar í Fljótshlíðinni og svæðunum vestan Markarfljóts sendir til Hvolsvallar og Hellu en aðrir fóru í Skálakot. Íbúar í Skógum fóru til Víkur í Mýrdal. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fylgdist með gosinu og má sjá brot af bestu myndum hans í albúminu að neðan. Fjöldi fólks lagði land undir fót og skellti sér í göngu á Fimmvörðuháls til að bera gosið augum.Vísir/VilhelmMagnaðir litir í eldgosinu.Vísir/VilhelmKeflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli var lokað um tíma vegna gossins. Vísir/VilhelmFjölmargir hættu sér ansi nálægt gosinu.Vísir/VilhelmUpp, upp, upp á fjall...Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að um náttúruaflasýningu hafi verið að ræða.Vísir/VilhelmLiturinn á eldgosinu var allt frá gulum yfir í rauðan, appelsínugulum yfir í bleikan.Vísir/VilhelmSkálinn í Langadal í Þórsmörk þar sem margur Íslendingurinn hefur hreiðrað um sig í svefnpoka í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Neyðarlínan sendi eftirfarandi SMS-skilaboð til íbúa: „Upplýsingar til íbúa, eldgos er hafið í Eyjafjallajökli norðaustan til, nánari upplýsingar síðar.“ Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins var lokað 21. mars en þó þurfti að rýma nokkra bæi. Fyrsta tilkynning um gosið barst klukkan 23:58 frá Múlakoti og þá var TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunar, send af stað. Gosið hófst í um 0,5-1 km langri sprungu, norðarlega í Fimmvörðuhálsi en ekki undir sjálfum jökulinum. Hraunið myndaði háan foss er það rann niður í Hrunagil. 22. mars færðist gosið í aukana og mökkurinn varð að líkindum átta kílómetra hár. 31. mars opnaðist ný gossprunga um 200 m norðan við upphaflegu sprunguna. Við það minnkaði virknin í eldri sprungunni til muna og um viku síðar var virknin orðin að engu. Hraunið rann þá að mestu í Hvannárgil. Þegar sprungan opnaðist var nokkur fjöldi göngufólks ekki langt frá og var það flutt með þyrlum af hættusvæðinu. Gosinu var lokið þann 13. apríl en strax daginn eftir hófst eldgos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Textinn að ofan er að mestu unnin úr Wikipedia-síðunni um eldgosið á Fimmvörðuhálsi.
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Tímamót Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent