Binda vonir við að íslensk uppfinning geti nýst í rannsóknum tengdum Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 20:57 Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum. Rob Carr/Getty Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Læknar og vísindamenn við Johns Hopkins-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum vinna nú við rannsóknir á því hvort tæki úr smiðju íslenska fyrirtækisins Nox Medical, sem stundar svefnrannsóknir, geti nýst við meðferð Covid-sjúklinga sem leggja þarf inn á gjörgæslu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Um er að ræða tæki sem læknar geta notað til þess að mæla öndun og súrefnismettun í rauntíma með mikilli nákvæmni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að súrefnisinntaka sjúklinga í öndunarvél batni, séu þeir lagðir á magann. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefur á sjúklinga sem ekki eru í öndunarvél að liggja á maganum, en tækinu frá Nox Medical er einmitt ætlað að mæla það. Rannsóknin verður gerð á sjúklingum sem ekki eru komnir í öndunarvél. Kannað verður hvort hægt sé að hafa áhrif á öndun og súrefnisinntöku sjúklinga með því að breyta stellingu viðkomandi. „Við prófum þá tilgátu að jafnvel áður en sjúklingur fer í öndunarvél, að hann sé lagður á grúfu bæti það súrefnisupptökuna og að komast megi hjá því að nota öndunarvél,“ sagði Naresh Punjabi, prófessor í smitsjúkdómalækningum, við RÚV í kvöld. „Við reynum að stefna nokkrum sjúkrastofnunum saman til að gera klínískar rannsóknir sem hjálpa okkur að skilja þetta betur,“ sagði Punjabi einnig. Hann bætti því við að prófanir væru á frumstigi, þar sem kórónuveirufaraldrinum væri langt í frá lokið.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira