Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 12:23 Rætt var við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í útvarpsþættinum Harmageddon. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira