Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 23:28 Rannsóknin er samantekt á nokkrum rannsókn sem voru gerðar á um 1.800 sjúklingum í Kína. Vísir/EPA Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöðurnar, sem eru ekki ritrýndar, benda til þess að sjúkdómurinn leggist ekki jafnþungt á alla þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Í mestri hættu er fólk sem þjáist af lungnaþembu (COPD), langvarandi lungnasjúkdómi sem lýsir sér með mæði og hósta. Mæði er ennfremur eina einkenni COVID-19 sem rannsóknin tengir merkjalega við alvarleg tilfelli þar sem leggja þarf sjúklinga inn á gjörgæsludeildir sjúkrahúsa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Grein um rannsóknina birtist á vefsíðunni MedRxiv. Í henni tóku vísindamenn við University College í Lundúnum saman niðurstöður sjö minni rannsókna í Kína á rúmlega 1.800 manns sem voru lagðir inn á sjúkrahús og voru greindir með COVID-19. Sjúklingar sem voru andstuttir voru 3,7 líklegri en aðrir til þess að veikjast alvarlega og 6,6 sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þeir sem voru með lungnaþembu fyrir voru 6,4 sinnum líklegri en aðrir til að fá alvarleg einkenni og 17,8 sinnum líklegri til að þurfa á bráðadeild. Niðurstöðurnar gætu hjálpað læknum og heilbrigðisstarfsfólki að forgangsraða sjúklingum sem eru í mestri hættu vegna COVID-19, að sögn Vageesh Jain frá University College. COVID-19 er öndunarfærasýkning sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Í alvarlegustu tilfellum kemur sjúkdómurinn fram í mæði og andnauð. Algengustu einkennin eru hiti og hósti. Áætlað er að um 200.000 manns hafi smitast af sjúkdómnum um allan heim og að hún hafi dregið um 8.500 manns til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöðurnar, sem eru ekki ritrýndar, benda til þess að sjúkdómurinn leggist ekki jafnþungt á alla þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Í mestri hættu er fólk sem þjáist af lungnaþembu (COPD), langvarandi lungnasjúkdómi sem lýsir sér með mæði og hósta. Mæði er ennfremur eina einkenni COVID-19 sem rannsóknin tengir merkjalega við alvarleg tilfelli þar sem leggja þarf sjúklinga inn á gjörgæsludeildir sjúkrahúsa, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Grein um rannsóknina birtist á vefsíðunni MedRxiv. Í henni tóku vísindamenn við University College í Lundúnum saman niðurstöður sjö minni rannsókna í Kína á rúmlega 1.800 manns sem voru lagðir inn á sjúkrahús og voru greindir með COVID-19. Sjúklingar sem voru andstuttir voru 3,7 líklegri en aðrir til þess að veikjast alvarlega og 6,6 sinnum líklegri til að vera lagðir inn á gjörgæslu. Þeir sem voru með lungnaþembu fyrir voru 6,4 sinnum líklegri en aðrir til að fá alvarleg einkenni og 17,8 sinnum líklegri til að þurfa á bráðadeild. Niðurstöðurnar gætu hjálpað læknum og heilbrigðisstarfsfólki að forgangsraða sjúklingum sem eru í mestri hættu vegna COVID-19, að sögn Vageesh Jain frá University College. COVID-19 er öndunarfærasýkning sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Í alvarlegustu tilfellum kemur sjúkdómurinn fram í mæði og andnauð. Algengustu einkennin eru hiti og hósti. Áætlað er að um 200.000 manns hafi smitast af sjúkdómnum um allan heim og að hún hafi dregið um 8.500 manns til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira