Guðmundur í furðulegri stöðu | Skoða auðvitað tilboð ef það berst Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 21:30 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“ Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira