Rjómi tónlistarfólks gladdi íbúa Hrafnistu með útitónleikum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. mars 2020 17:20 Elísabet Ormslev, Stefanía Svavars og Matti Matt voru á meðal þeirra sem sungu seinni partinn í dag. Listamennirnir gættu vel að því að hafa tveggja metra bil á milli sín. Vísir/Vilhelm Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafold í Garðabæ í dag með söng. Viðburðurinn var auðvitað lokaður áhorfendum og íbúar gátu fylgst með út um glugga eða komið saman á svölum og sungið með. Vegna kórónuveirunnar var passað upp á að gott bil væri á milli allra einstaklinga. Upptaka frá þessari skemmtilegu uppákomu er í spilaranum hér fyrir neðan. „Mig langaði að gera góðverk á þessum tíma og gleðja pabba, sem er 89 ára og er íbúi á Ísafold,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir í samtali við Vísi. Hugmyndin að þessu kviknaði seint í gær þegar Ingunn Björk og Selma Björnsdóttir vinkona hennar fóru saman út að ganga. Úr varð teymi listafólks sem langaði að gleðja þá öldruðu. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún segir að heimsóknabannið sé þeim erfitt og því tilvalið að gleðja íbúana. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir virðist kunna ýmislegt fyrir sér í söngnum.Vísir/Vilhelm „Við ætluðum fyrst að gera þetta bara tvær sjálfar og svo tók Selma upp símann og notaði sitt frábæra tengslanet. Hún hringdi í nokkra vel valda tónlistarmenn sem að stukku allir á vagninn.“ Friðrik Ómar Hjörleifsson, góður vinur þeirra, er staddur á Akureyri en vildi endilega taka þátt. Hann dó ekki ráðalaus og tók lögin Í Fjarlægð og Það er bara þú við mikinn fögnuð íbúa á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Á efnisskránni í Garðabænum voru lög á borð við Lóan er komin, Heyr mína bæn, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Manstu ekki eftir mér.. Ingunn Björk er dóttir Vilhjálms Sigtryggssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér er hann á Hrafnistu.Aðsend mynd Markmiðið að gleðja nokkur hjörtu Íbúar skelltu sér í hlýju fötin, kúrðu sumir undir teppi og nutu söngsins á svölunum. Sumir fylgdust með og mátti sjá bros og jafnvel tár á hvarmi. „Ég sendi póst á forstjóra Hrafnistu í gærkvöldi og hann tók vel í þetta sem og öll yfirstjórnin. Það var búið að undirbúa íbúa. Það er ekkert félagsstarf í gangi hjá þeim þessa dagana svo þau fögnuðu þessu. Þau tóku daginn í að undirbúa þau og klæða í hlý föt, vettlinga, húfur og teppi. Allir verða hamingjusamir og glaðir eftir daginn, að maður hafi náð að gleðja nokkur hjörtu því það er svo takmarkað hvað maður getur gert á þessum tíma.“ Færeyingurinn Jógvan Hansen lét að sjálfsögðu sjá sig. Vísir/Vilhelm Þarf ekki að kosta mikið Ingunn Björk vonar að sem flestir sem hafi tök á noti þennan tíma til að gleðja aðra. „Ég vil bara hvetja almenning og aðstandendur eldri borgara og þeirra sem eiga um sárt að binda, að vera hugmyndarík og finna leiðir til þess að brjóta upp daglegt líf hjá einstaklingum. Ég á föður sem er að verða níræður og hann nær ekki alltaf að svara í símann. Að finna leiðir til að gleðja gamla fólkið og líka bara þá sem eru einir heima.“ Söngvararnir voru sumir með íslenska fána með sér. Selma Björnsdóttir veifaði einum slíkum meðfram söngnum.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að margt fólk upplifi mikinn söknuð þar sem það geti ekki fengið aðstandendur í heimsókn og fólk með Alzheimer og fleiri eigi jafnvel erfitt með að skilja þetta. „Mín skilaboð eru bara hvatning, að aðstandendur finni leiðir sem að þurfa ekki að kosta neitt. Bara reyna að nota samtakamáttinn, við getum gert svo margt. Saman getum við gert kraftaverk á svona leiðinlegum tíma. Þetta erum við að gera í dag og vonandi geta fleiri látið boltann fara að rúlla svolítið í gleðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Garðabær Góðverk Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira