Slorið á tímum Coronavírussins Arnar Atlason skrifar 17. mars 2020 15:30 Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun