Óléttar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 15:29 Þunguð kona á gangi í Madríd á Spáni, þar sem faraldur kórónuveiru hefur lagst þungt á þjóðina. Vísir/Getty Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þungaðar konur gætu verið í áhættuhóp með tilliti til kórónuveirunnar. Nýjar upplýsingar bendi mögulega til þess. Hefðbundin inflúensa virðist þó enn töluveirt meiri ógn við barnshafandi konur en kórónuveiran. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 225 einstaklingar greindir með kórónuveiruna á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is. Þar af liggja fjórir inni á sjúkrahúsi, allt fólk á sextugs- og sjötugsaldri. Enginn sem lagður hefur verið inn á spítala vegna veirunnar hefur verið útskrifaður, að sögn sóttvarnalæknis. Alvarleg einkenni byrja oft viku síðar Fjölmiðlar, einkum erlendir, hafa margir rætt við einstaklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni. Þannig lýsti breskur karlmaður, sem var einn fyrsti Bretinn til að smitast af veirunni, því að veikindi sín hefðu gengið yfir í hálfgerðum bylgjum. Hann hefði í fyrstu verið örlítið stíflaður í nefinu og fengið kvef, jafnað sig nær alveg af því en svo skyndilega orðið mjög veikur með flensueinkenni. Inntur eftir því hvort þessi framgangur Covid-19-sjúkdómsins í nokkurs konar stigum kæmi heim og saman við lýsingar smitaðra hér á landi sagði Þórólfur að ekki væri fylgst svo nákvæmlega með því. Veikindin væru auðvitað mismunandi eftir hverjum og einum. Frá blaðamannafundi almannavarna í dag. Frá vinstri sitja Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.Lögreglan „Við vitum hins vegar hvernig einkennin byrja,“ sagði Þórólfur. Það væru særindi í hálsi, beinverkir, öndunfarfæraeinkenni og hósti. „Síðan gerist oft ekki mikið í nokkra daga en viku seinna byrja þessi alvarlegu einkenni, sem leiða oft til innlagnar og þessa alvarlegu einkenna sem leiða til innlagnar á gjörgæsludeild,“ sagði Þórólfur. „Allir sjúkdómar eru þannig að þeir haga sér mismunandi á milli einstaklinga og hvort tröppugangurinn er svona hjá þessum og öðruvísi hjá hinum, það er ekki neitt sem við erum að velta okkur mikið upp úr.“ „Klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu“ Þá var Þórólfur spurður að því hvort barnshafandi konur væru í sérstökum áhættuhóp með tilliti til veirunnar. Greint var frá því í dag að óléttar konur væru nú skilgreindar innan slíks hóps í Bretlandi og þeim tilmælum beint til þeirra að halda sig heima í tólf vikur. Þórólfur sagði að hingað til hefðu barnshafandi konur ekki verið taldar í sérstökum áhættuhóp, líkt og fram kom í máli barnasmitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi í síðustu viku. „Og í þessum stóru uppgjörum sem við höfum verið að sjá bæði frá Kína og annars staðar þá hefur sérstaklega verið tekið fram að þungaðar konur hafa ekki verið í áhættuhóp. Það er hins vegar að koma rapport núna að þær gætu verið í áhættuhóp. Það er aðeins óljóst. En það er klárlega ekki eins áberandi og í inflúensu og heimsfaraldri inflúensu.“ Þess vegna hafi ekki verið gefnar út sérstakar viðvaranir hér á landi fyrir þungaðar konur. „Menn vilja kannski aðeins sjá hvort þetta sé satt og á hverju þetta byggist.“ Alma Möller landlæknir tók undir þetta. „Þetta var ekki í þeim skýrslum sem komu frá Kína en við höfum heyrt þetta núna frá öðrum löndum eins og Bretlandi. Þetta er ekki á hreinu en auðvitað bara að fara varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14 Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15 Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Staðfestum smitum fjölgaði um fjórðung á Bretlandi Staðfestum tilvikum Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, á Bretlandi fjölgaði á síðasta sólarhring um 407 og er nú 1.950. 17. mars 2020 15:14
Eiginkona ferðamannsins sem lést á Húsavík komin í einangrun Eiginkona erlenda ferðamannsins sem lést á Húsavík í gær eftir skyndileg veikindi er komin í einangrun. 17. mars 2020 14:15
Svona var sautjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 17. mars 2020 13:54