Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:14 Stólum frá Knattspyrnufélaginu Val hefur verið stillt upp í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, sem er einn af bólusetningarstöðunum sjö á morgun. Vísir/Egill Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37
Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent