Formenn þingflokka funda með Steingrími Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. desember 2020 14:25 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingflokksformenn munu funda með forseta Alþingis í dag um kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman til að ræða sóttvarnarbrot Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði í gær eftir því að þing verði kallað saman á morgun fyrir sérstaka umræðu um þá hættu sem flokkurinn telur geta skapast vegna hópamyndana um áramótin. Ástæða sé til þess að óttast að „skeytingarleysi fjármálaráðherra um sóttvarnareglur“ muni draga dilk á eftir sér, „Nú hafa þrjátíu stjórnarandstöðuþingmenn tekið undir þá ósk að þingið komi saman á morgun en ég bíð enn þá eftir svörum frá þingflokksformönnum Vinstri Grænna og Framsóknar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks telur ólíklegt að þau taki undir þessa ósk,“ segir Oddný. Þar sem þrjátíu þingmenn stjórnarandstöðu taka undir kröfuna þyrftu aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að gera það einnig til að meirihluti náist og að þing verði kallað saman. Miðflokkurinn hefur áður farið fram á að þing komi saman á milli jóla og nýárs vegna umræðu um bóluefni. Fundað verður um þessar kröfur í dag. „Við fáum fund með forseta, það er þingflokksformennirnir, klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá förum við yfir þetta allt saman,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ætlar að funda með formönnum þingflokka á eftir.vísir/Vilhelm Í tilkynningu sem eigendur Ásmundarsalar sendu frá sér í morgun segir að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma sölusýningar hafi ekki verið brotnar. Ekki hafi verið um einkasamkvæmi að ræða og að leyfi hafi verið fyrir samtals fimmtíu manns í húsinu á Þorláksmessukvöld. Telja eigendur að fjöldi gesta hafi verið undir því viðmiði. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og að því leyti hafi misfarist að tryggja sóttvarnir. Í orðsendingu lögreglunnar um atvikið kom einmitt fram að enginn hefði borið grímu og að fjarlægðarmörk hafi nánast hvergi verið virt. „Alþingi er umræðuvettvangur alþingismanna og þess vegna er mikilvægt að boðað verði til fundar til að ræða þessi mál. Við erum ekki að setja sóttvarnarreglur að gamni okkar og það er alvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn stenst ekki freistingar,“ segir Oddný.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira