Fá margra milljóna króna sekt fyrir að mæta of seint á æfingu hjá Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 13:31 Menn mæta á réttum tíma hjá Frank Lampard því annars gætu þeir orðið mörgum milljónum fátækari. Getty/Chloe Knott Það gæti verið dýrkeypt fyrir leikmenn Chelsea að sofa yfir sig eða lenda í umferðarteppu á leið á æfingar eða liðsfundi. Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.) Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira