Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 27. desember 2020 12:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira