Ósannsöglum flugmanni kennt um fyrsta innanlandssmit Taívan í 253 daga Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 11:15 Yfirvöldum í Taívan hefur verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings. Getty/Walid Berrazeg Yfirvöld í Taívan tilkynntu í dag að fyrsta innanlandssmit Covid-19 frá í apríl hefði greinst í landinu. Þetta var tilkynnt í morgun og var flugmanni frá Nýja-Sjálandi kennt um að binda enda á 253 daga tímabil landsins þar sem enginn hafði greinst smitaður innanlands. Chen Shih-chung, heilbrigðisráðherra, sagði að flugmaðurinn hefði sagt ósatt í smitrakningu um ferðir sínar og samskipti við aðra. Meðal annars við konu sem nú hefur einnig greinst smituð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Flugmaðurinn er sagður hafa sótt nokkur fyrirtæki áður en hann greindist smitaður og þar á meðal fjölmenna verslun. Honum hefur verið veitt há sekt. Frá 12. apríl hafa einungis fáir heimamenn sem hafa verið að koma heim úr ferðalögum greinst smitaðir og nokkrir útlendingar og farandverkamenn. Þeir sem ferðast til Taívan hafa þurft að verja tveimur vikum í sóttkví og komast í gegnum skimun. Flugmenn hafa þó lútið öðrum reglum. Þeir eiga að fara sjálfir í þriggja daga sóttkví eftir ferðir til annarra landa. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir innanlandssmit í 253 daga, eins og áður segir. Nú þegar er komin upp umræða í Taívan um það hvort herða eigi reglurnar gagnvart flugmönnum. Fljótt eftir að nýja kórónuveiran greindist í dreifingu í Kína gripu ráðamenn í Taívan til aðgerða og lokuðu landamærum eyríkisins. Síðan þá hefur yfirvöldum þar víða verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings. Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Chen Shih-chung, heilbrigðisráðherra, sagði að flugmaðurinn hefði sagt ósatt í smitrakningu um ferðir sínar og samskipti við aðra. Meðal annars við konu sem nú hefur einnig greinst smituð, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Flugmaðurinn er sagður hafa sótt nokkur fyrirtæki áður en hann greindist smitaður og þar á meðal fjölmenna verslun. Honum hefur verið veitt há sekt. Frá 12. apríl hafa einungis fáir heimamenn sem hafa verið að koma heim úr ferðalögum greinst smitaðir og nokkrir útlendingar og farandverkamenn. Þeir sem ferðast til Taívan hafa þurft að verja tveimur vikum í sóttkví og komast í gegnum skimun. Flugmenn hafa þó lútið öðrum reglum. Þeir eiga að fara sjálfir í þriggja daga sóttkví eftir ferðir til annarra landa. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir innanlandssmit í 253 daga, eins og áður segir. Nú þegar er komin upp umræða í Taívan um það hvort herða eigi reglurnar gagnvart flugmönnum. Fljótt eftir að nýja kórónuveiran greindist í dreifingu í Kína gripu ráðamenn í Taívan til aðgerða og lokuðu landamærum eyríkisins. Síðan þá hefur yfirvöldum þar víða verið hrósað fyrir viðbrögðin og það að tekist hafi að koma í veg fyrir faraldur í landinu án þess að grípa til umfangsmikilla inngripa í líf almennings.
Taívan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira