Var alltaf í mikilli ofþyngd en tók málin í eigin hendur og er í dag sjónvarpsstjarna fyrir norðan Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 10:30 Skúli var 140 kíló þegar hann kláraði grunnskóla. Sjónvarpsmaðurinn og frumkvöðullinn Skúli Bragi Geirdal hefur gjörbreytt lífi sínu með breyttum lífsstíl og gerði það á skynsaman hátt. Hann gerði það hægt og rólega. Hann var aðeins 16 ára kominn á blóðþrýstingslyf vegna ofþyngdar og hann var einnig mjög langt niðri andlega. „Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Sjá meira
„Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Sjá meira