Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 22:07 Konurnar sneru aftur til Þýskalands og Finnlands ásamt átján börnum núna um helgina. Getty/Nacho Calonge Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS. Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS.
Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira