Lof og last og jól Drífa Snædal skrifar 18. desember 2020 14:16 Á þessum síðustu dögum Alþingis eru teknar ákvarðanir sem geta haft veruleg áhrif á daglegt líf launafólks og alls almennings. Ég vil byrja á því að fagna lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði sem virðist vera í hendi. Reglan verður þá jöfn skipting á milli foreldra með möguleika á framsali nokkurra vikna. Lenging orlofsins skiptir verulegu máli og verður vonandi til að auka samvistir barna við báða foreldra og ekki síður auka á jafnrétti innan sem utan heimila. Þá skiptir líka máli að tekjutenging atvinnuleysisbóta hafi verið lengd í 6 mánuði og fangar nú stærri hóp en áður. Hækkun grunnbóta er einnig áfangasigur. En betur má ef duga skal. Við búum við kerfi sem á að grípa fólk og í þessum makalausu aðstæðum er eins gott að þétta öryggisnetið þannig að það þjóni sínum tilgangi. Nú berast okkur örvæntingafull skilaboð frá fólki sem hefur klárað rétt sinn í bótakerfinu og er afar þröngur stakkur sniðinn, getur ekki gefið börnunum í skóinn og kvíðir jólunum. Algert forgangsatriði er að lengja rétt til atvinnuleysisbóta þangað til landið fer að rísa því á mörgum sviðum og svæðum er einfaldlega enga vinnu að fá. Það eru mikil vonbrigði að mörg mál sem hafa legið lengi á borði stjórnvalda og myndu bæta hag almennings hafa ekki klárast á þessu ári þrátt fyrir mikinn þrýsting. Ný starfskjaralög (þar með talið févíti fyrir launaþjófnað) eru þar efst á blaði en einnig má nefna ný húsaleigulög, skref til að afnema verðtryggingu, aðgerðaáætlun gegn mansali og lagabreytingar í lífeyrismálum svo eitthvað sé nefnt. Næg verkefni bíða næsta árs en verkalýðshreyfingin mun leggja allan sinn kraft í að auka afkomuöryggi fólks og missa ekki sjónar af því markmiði að við komumst út úr kófinu með jafnara og sanngjarnara samfélag. Ekkert smá verkefni en með samstilltu átaki öflugrar hreyfingar munum við ná árangri. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og baráttuglaðs nýs árs! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Á þessum síðustu dögum Alþingis eru teknar ákvarðanir sem geta haft veruleg áhrif á daglegt líf launafólks og alls almennings. Ég vil byrja á því að fagna lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði sem virðist vera í hendi. Reglan verður þá jöfn skipting á milli foreldra með möguleika á framsali nokkurra vikna. Lenging orlofsins skiptir verulegu máli og verður vonandi til að auka samvistir barna við báða foreldra og ekki síður auka á jafnrétti innan sem utan heimila. Þá skiptir líka máli að tekjutenging atvinnuleysisbóta hafi verið lengd í 6 mánuði og fangar nú stærri hóp en áður. Hækkun grunnbóta er einnig áfangasigur. En betur má ef duga skal. Við búum við kerfi sem á að grípa fólk og í þessum makalausu aðstæðum er eins gott að þétta öryggisnetið þannig að það þjóni sínum tilgangi. Nú berast okkur örvæntingafull skilaboð frá fólki sem hefur klárað rétt sinn í bótakerfinu og er afar þröngur stakkur sniðinn, getur ekki gefið börnunum í skóinn og kvíðir jólunum. Algert forgangsatriði er að lengja rétt til atvinnuleysisbóta þangað til landið fer að rísa því á mörgum sviðum og svæðum er einfaldlega enga vinnu að fá. Það eru mikil vonbrigði að mörg mál sem hafa legið lengi á borði stjórnvalda og myndu bæta hag almennings hafa ekki klárast á þessu ári þrátt fyrir mikinn þrýsting. Ný starfskjaralög (þar með talið févíti fyrir launaþjófnað) eru þar efst á blaði en einnig má nefna ný húsaleigulög, skref til að afnema verðtryggingu, aðgerðaáætlun gegn mansali og lagabreytingar í lífeyrismálum svo eitthvað sé nefnt. Næg verkefni bíða næsta árs en verkalýðshreyfingin mun leggja allan sinn kraft í að auka afkomuöryggi fólks og missa ekki sjónar af því markmiði að við komumst út úr kófinu með jafnara og sanngjarnara samfélag. Ekkert smá verkefni en með samstilltu átaki öflugrar hreyfingar munum við ná árangri. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og baráttuglaðs nýs árs! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar