Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 07:41 Eins og staðan er nú mun bóluefni frá Pfizer fyrir fimm þúsund manns koma til Íslands um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns. Getty Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. Í tilkynningunni segir að öllum þeim 2,9 milljónum skammta, sem bandarísk yfirvöld hafi nú þegar beðið Pfizer um að dreifa, hafi verið komið á áfangastað. „Við erum enn með milljónir skammta í lagerhúsnæðum okkar, en sem stendur, höfum við ekki fengið neinar leiðbeiningar um frekari dreifingu.“ Ekki er minnst sérstaklega á dreifingu í Evrópu eða aðra heimshluta í umræddri tilkynningu, en þó er tekið fram að félagið sé sannfært um getu þess til að dreifa 50 milljónum skammta „á heimsvísu“ fyrir lok þessa árs og allt að 1,3 milljörðum skammta fyrir árslok 2021. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi í gær að komu bóluefnis til landsins myndi seinka og sömuleiðis muni minna magn berast til landsins en áætlað var í fyrstu. Því hafi þurft að endurskoða forgangsröðunina fyrir bólusetningu. Þórólfur kvaðst ekki búast við öðrum bóluefnum en frá Pfizer fyrr en um mitt næsta ár og því næðist gott hjarðónæmi ekki fyrr en seint á næsta ári. Eins og staðan er nú mun bóluefni fyrir fimm þúsund manns koma til landsins um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Í tilkynningunni segir að öllum þeim 2,9 milljónum skammta, sem bandarísk yfirvöld hafi nú þegar beðið Pfizer um að dreifa, hafi verið komið á áfangastað. „Við erum enn með milljónir skammta í lagerhúsnæðum okkar, en sem stendur, höfum við ekki fengið neinar leiðbeiningar um frekari dreifingu.“ Ekki er minnst sérstaklega á dreifingu í Evrópu eða aðra heimshluta í umræddri tilkynningu, en þó er tekið fram að félagið sé sannfært um getu þess til að dreifa 50 milljónum skammta „á heimsvísu“ fyrir lok þessa árs og allt að 1,3 milljörðum skammta fyrir árslok 2021. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi í gær að komu bóluefnis til landsins myndi seinka og sömuleiðis muni minna magn berast til landsins en áætlað var í fyrstu. Því hafi þurft að endurskoða forgangsröðunina fyrir bólusetningu. Þórólfur kvaðst ekki búast við öðrum bóluefnum en frá Pfizer fyrr en um mitt næsta ár og því næðist gott hjarðónæmi ekki fyrr en seint á næsta ári. Eins og staðan er nú mun bóluefni fyrir fimm þúsund manns koma til landsins um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41
Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22