Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 11:30 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira