Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 23:46 Pete Buttigieg yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórn Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden. Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira