Enn líf í Brexit-viðræðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2020 13:20 Johnson og starfsfólk Downing-strætis tíu hefur í nógu að snúast þessa dagana. Kötturinn Larry, sem sér um meindýravarnir forsætisráðherraembættisins, kemur þó ekki nærri Brexit-viðræðunum. AP/Alberto Pezzali Bretland og Evrópusambandið ákváðu í gær að halda áfram viðræðum um viðskiptasamning þótt enn beri mikið á milli. Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi. Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli. Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum. Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Formlegu aðlögunarferli Bretlands eftir útgönguna úr ESB lýkur um áramótin og mun EES-samningurinn þá ekki lengur gilda um Bretland, auk annarra breytinga. Samninganefndir hafa því fundað stíft í von um að ná viðskiptasamningi. Viðræður gærdagsins voru þær fyrstu í langan tíma sem skiluðu nokkrum árangri og var því ákveðið að halda fundum áfram. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tók þó skýrt fram að enn beri afar mikið á milli. Einna helst eru það sjávarútvegsmálin og deilur um að hversu miklu leyti Bretar ættu að fylgja Evrópulöggjöf sem valda vandræðum í viðræðunum. Evrópusambandið vill til dæmis fá að halda áfram veiðum að einhverju leyti í breskri lögsögu og Bretar vilja lítið sjá af Evrópulöggjöf. Þá deila samninganefndirnar einnig um samkeppnismál. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun að það væri enn líf í viðræðunum. Bretar þyrftu þó að samþykkja að spila eftir leikreglum Evrópusambandsins ef þeir vildu sleppa við tolla og fá áfram aðgang að innri markaðnum.
Bretland Evrópusambandið Brexit Tengdar fréttir Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01 Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag. 13. desember 2020 12:01
Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. 13. desember 2020 08:00
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39