Tillaga um gjaldfrjálsar tíðarvörur felld á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 20:46 Tíðarvörur verða ekki gjaldfrjálsar á næstunni ef marka má ákvörðun Alþingis í dag. Getty/Annette Riedl Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent. Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið var í dag afgreitt til þriðju umræðu og mun hún hefjast á mánudaginn. Tæpasta atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið var þegar tillaga mín um ókeypis tíðavörur var felld með einu atkvæði: 27-26! pic.twitter.com/TqoqHfiV32— Andrés Ingi (@andresingi) December 11, 2020 Tillaga Andrésar fólst í því að sjá til þess að öllum nemendum sé tryggt aðgengi að tíðarvörum án endurgjalds í grunn- og framhaldsskólum. Þá átti einnig að gera lágtekjufólki kleift að nálgast tíðarvörur án endurgjalds, til dæmis á heilsugæslustöðvum eða í gegn um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þingmenn Flokks fólksins, Miðflokksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar auk tveggja þingmanna utan flokka greiddu atkvæði með tillögunni. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fór svo að 27 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 26 með henni. Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan skoska þingið samþykkti samhljóða frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Þá er bara eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti að lækka virðisaukaskatt á tíðarvörur úr efra þrepi niður í það neðra. Með breytingunum lækkaði virðisaukaskattur á vörurnar úr 24 prósentum niður í ellefu prósent.
Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30 Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00 Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. 25. nóvember 2020 21:30
Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. 2. nóvember 2019 13:00
Vilja tíðarvörur og getnaðarvarnir í lægra þrep virðisaukaskatts: „Þetta er ákveðið réttlætismál“ Dömubindi, tíðatappar og álfabikarar gætu lækkað í verði, fari svo að frumvarpið verði að lögum. 22. september 2018 14:47