Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2020 19:21 Gengisfall krónunnar á þessu ári jók tekjur af útflutningi í krónum talið en þær drógust saman um níu prósent í evrum. Kostnaður sjávarútvegsins er þó mestur í krónum. Vísir/ Vilhelm Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01
Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00