Mun Atlético enda vonir Real um að verja titilinn eða eru meistararnir komnir á beinu brautina? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 09:01 Reikna má með hörku leik í kvöld. Rubén de la Fuente Pérez/Getty Images Stórleikur helgarinnar á Spáni er viðureign erkifjendanna Real og Atlético Madrid. Fari það svo að síðarnefnda liðið vinni leikinn þá verður það með níu stiga forystu á nágranna sína ásamt því að eiga leik til góða, þegar aðeins þriðjungur mótsins er búinn. Spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona hafa byrjað tímabilið vægast sagt hörmulega. Real situr sem stendur í 4. sæti með 20 stig á meðan Börsungar eru í 9. sæti með aðeins 14 stig. Atlético Madrid hefur hins vegar byrjað tímabilið frábærlega. Liðið hafði dalað töluvert eftir að það varð meistari árið 2014 og var talið að Diego Simeone, litríki þjálfari liðsins, væri kominn á endastöð. Eftir að hafa náð þriðja sæti á síðustu leiktíð virðist Argentínumaðurinn hafa náð að stilla strengi liðsins enn betur á þessari leiktíð og trónir liðið á toppi deildarinnar með 26 stig að loknum tíu leikjum. Þar á eftir koma Real Sociedad með 25 stig og Villareal með 21 en bæði hafa leikið tólf leiki til þessa. Svo komum við að Real Madrid en vinni Atlético leik kvöldsins er munurinn kominn upp í níu stig sem og lærisveinar Simeone eiga leik til góða. Tólf stiga forysta þegar rétt tæplega þriðjungur mótsins er liðinn var eitthvað sem Simeone gat vart látið sig dreyma um fyrir tímabilið. Focused on our next @LaLigaEN match! @atletienglish#RMCity | #HalaMadrid pic.twitter.com/TxHtLT8kEE— Real Madrid C.F. (@realmadriden) December 10, 2020 Eftir ótrúlegt 2-1 tap á „heimavelli“ [Real leikur á æfingavelli sínum meðan viðgerðir standa yfir á Santiago Bernabéu-vellinum] gegn Deportive Alavés þann 28. nóvember hafa lærisveinar Zinedine Zidane bitið í skjaldarrendur, snúið bökum saman og unnið tvo mikilvæga leiki í röð. Þeir lögðu Sevilla á útivelli með einu marki gegn engu og Karim Benzema skoraði svo tvö skallamörk er liðið vann 2-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Var það leikur sem Real varð að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar og segja má með sanni að sigurinn hafi verið einkar verðskuldaður. Real yfirspilaði gestina frá Þýskalandi og var sigurinn síst of stór. Skipti um leikkerfi eftir tap í Þýskalandi Diego Simeone, harðasti 4-4-2 maður Evrópu ásamt Lars Lagerbäck, virðist hafa misst alla trú á leikkerfinu eftir 4-0 afhroð gegn Evrópumeisturum Bayern München í Þýskalandi þann 21. október. Síðan þá hefur Atlético leikið með þriggja – eða fimm manna – vörn og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Raunar hafa þeir aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu sjö leiknum, það kom gegn Bayern. Það verður því forvitnileg að fylgjast með taktískri baráttu liðanna en það er öruggt að Zidane stilli sínum mönnum upp í hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi. Enn forvitnilegri barátta í leiknum verður þó á milli Luiz Suarez og Sergio Ramos. Mætti ganga svo langt og segja að sá sem hefur betur í þeirri baráttu muni hafa betur í leiknum. Zidane @Simeone @SergioRamos @joaofelix70 @Benzema @LuisSuarez9 @lukamodric10 @marcosllorente @realmadriden @atletienglish The Madrid derby promises fireworks tomorrow night! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/64K0zCNmHq— LaLiga English (@LaLigaEN) December 11, 2020 Viðureign þessa erkifjenda er síðasti leikur dagsins í La Liga – spænsku úrvalsdeildinni – og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Ramos sagður tilbúinn að hlusta á önnur tilboð Samningur Sergio Ramos, varnarmanns og fyrirliða Real Madrid, rennur út næsta sumar og nú segja spænskir miðlar frá því að spænski fyrirliðinn sé byrjaður að líta í kringum sig. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona hafa byrjað tímabilið vægast sagt hörmulega. Real situr sem stendur í 4. sæti með 20 stig á meðan Börsungar eru í 9. sæti með aðeins 14 stig. Atlético Madrid hefur hins vegar byrjað tímabilið frábærlega. Liðið hafði dalað töluvert eftir að það varð meistari árið 2014 og var talið að Diego Simeone, litríki þjálfari liðsins, væri kominn á endastöð. Eftir að hafa náð þriðja sæti á síðustu leiktíð virðist Argentínumaðurinn hafa náð að stilla strengi liðsins enn betur á þessari leiktíð og trónir liðið á toppi deildarinnar með 26 stig að loknum tíu leikjum. Þar á eftir koma Real Sociedad með 25 stig og Villareal með 21 en bæði hafa leikið tólf leiki til þessa. Svo komum við að Real Madrid en vinni Atlético leik kvöldsins er munurinn kominn upp í níu stig sem og lærisveinar Simeone eiga leik til góða. Tólf stiga forysta þegar rétt tæplega þriðjungur mótsins er liðinn var eitthvað sem Simeone gat vart látið sig dreyma um fyrir tímabilið. Focused on our next @LaLigaEN match! @atletienglish#RMCity | #HalaMadrid pic.twitter.com/TxHtLT8kEE— Real Madrid C.F. (@realmadriden) December 10, 2020 Eftir ótrúlegt 2-1 tap á „heimavelli“ [Real leikur á æfingavelli sínum meðan viðgerðir standa yfir á Santiago Bernabéu-vellinum] gegn Deportive Alavés þann 28. nóvember hafa lærisveinar Zinedine Zidane bitið í skjaldarrendur, snúið bökum saman og unnið tvo mikilvæga leiki í röð. Þeir lögðu Sevilla á útivelli með einu marki gegn engu og Karim Benzema skoraði svo tvö skallamörk er liðið vann 2-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Var það leikur sem Real varð að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar og segja má með sanni að sigurinn hafi verið einkar verðskuldaður. Real yfirspilaði gestina frá Þýskalandi og var sigurinn síst of stór. Skipti um leikkerfi eftir tap í Þýskalandi Diego Simeone, harðasti 4-4-2 maður Evrópu ásamt Lars Lagerbäck, virðist hafa misst alla trú á leikkerfinu eftir 4-0 afhroð gegn Evrópumeisturum Bayern München í Þýskalandi þann 21. október. Síðan þá hefur Atlético leikið með þriggja – eða fimm manna – vörn og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Raunar hafa þeir aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu sjö leiknum, það kom gegn Bayern. Það verður því forvitnileg að fylgjast með taktískri baráttu liðanna en það er öruggt að Zidane stilli sínum mönnum upp í hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi. Enn forvitnilegri barátta í leiknum verður þó á milli Luiz Suarez og Sergio Ramos. Mætti ganga svo langt og segja að sá sem hefur betur í þeirri baráttu muni hafa betur í leiknum. Zidane @Simeone @SergioRamos @joaofelix70 @Benzema @LuisSuarez9 @lukamodric10 @marcosllorente @realmadriden @atletienglish The Madrid derby promises fireworks tomorrow night! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/64K0zCNmHq— LaLiga English (@LaLigaEN) December 11, 2020 Viðureign þessa erkifjenda er síðasti leikur dagsins í La Liga – spænsku úrvalsdeildinni – og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Ramos sagður tilbúinn að hlusta á önnur tilboð Samningur Sergio Ramos, varnarmanns og fyrirliða Real Madrid, rennur út næsta sumar og nú segja spænskir miðlar frá því að spænski fyrirliðinn sé byrjaður að líta í kringum sig. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Ramos sagður tilbúinn að hlusta á önnur tilboð Samningur Sergio Ramos, varnarmanns og fyrirliða Real Madrid, rennur út næsta sumar og nú segja spænskir miðlar frá því að spænski fyrirliðinn sé byrjaður að líta í kringum sig. 12. desember 2020 08:01