Láta sárir Inter-menn reiði sína bitna á Sardiníustrákunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2020 09:01 Romelu Lukaku er væntanlega staðráðinn í að skora gegn Cagliari eftir að hafa mistekist það gegn Shakhtar Donetsk á miðvikudaginn. getty/BSR Eftir vonbrigðin í Meistaradeild Evrópu fer Inter til Sardiníu og mætir Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Inter endaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils og komst því ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var súr og svekktur eftir leikinn gegn Shakhtar, reifst við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali og sagði að sínir menn hefðu verið óheppnir með dómgæslu í Meistaradeildinni í vetur. Þótt Conte hafi náð frábærum árangri á sínum stjóraferli hefur Meistaradeildin ekki verið hans keppni. Lið hans hafa aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þótt á ýmsu hafi gengið hjá Inter á tímabilinu er liðið í 2. sæti ítölsku deildarinnar með 21 stig, fimm stigum á eftir AC Milan. Eina deildartap Inter á tímabilinu kom einmitt gegn Milan í grannaslagnum um miðjan október. Lautaro Martínez er kominn með sex mörk á tímabilinu.getty/Claudio Villa Inter hefur unnið þrjá deildarleiki í röð og skorað samtals tíu mörk í þeim. Inter hefur alls skorað 26 mörk, flest allra í ítölsku deildinni. Vörnin hefur þó verið óvenju lek miðað við lið Contes í gegnum tíðina. Inter hefur fengið á sig fjórtán mörk í tíu deildarleikjum og Samir Handanovic hefur aðeins haldið marki sínu hreinu í tvígang. Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður Inter í deildinni með átta mörk. Eitt þeirra kom í 3-1 sigri Inter á Bologna um síðustu helgi. Alls átta leikmenn hafa skorað fyrir Inter í deildinni á þessu tímabili. Andstæðingar Inter í dag, Cagliari, eru í 11. sæti deildarinnar með tólf stig. Sardiníustrákarnir hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, 1-1 gegn Verona og 2-2 gegn nýliðum Spezia. Joao Pedro er prímusmótorinn í sóknarleik Cagliari.getty/Pier Marco Tacca Cagliari byrjaði mjög vel á síðasta tímabili og tapaði aðeins tveimur af fyrstu fimmtán leikjum sínum. Liðið missti svo móðinn í desember, náði sér aldrei á strik eftir það og endaði að lokum í 14. sæti deildarinnar. Belgíski miðjumaðurinn Radja Nainggolan var í lykilhlutverki hjá Cagliari á síðasta tímabili, þá á láni frá Inter. Hann sneri aftur til Inter fyrir þetta tímabil en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Conte í vetur. Besti leikmaður Cagliari er Brassinn Joao Pedro. Á síðasta tímabili skoraði hann átján mörk og var í hópi markahæstu leikmanna ítölsku deildarinnar. Í vetur er hann kominn með sex mörk í tíu deildarleikjum. Leikur Cagliari og Inter hefst klukkan 11:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira