Framkvæmdastjóri KA segir ímynd íslenskrar knattspyrnu vera laskaða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 13:01 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. @saevarp Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið. Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07