Framkvæmdastjóri KA segir ímynd íslenskrar knattspyrnu vera laskaða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 13:01 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. @saevarp Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið. Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07