Sá er sjálfstæður sem stendur undir sjálfum sér Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 13:01 Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu svo langt sem ég man aftur. Minni sveitarfélög þurfa að sameinast ef við viljum efla sveitarstjórnarstigið, allt annað hamlar framþróun og sameiningarkrafti þess. Með óbreyttu ástandi erum við að fara illa með skattfé, yfirstjórnin er dýr og engin sanngirni er í því að íbúar annarra sveitarfélaga niðurgreiði rekstur sveitarfélags sem stendur ekki undir sinni eigin grunnþjónustu og rekstri. Einhverjir þingmenn hafa sett sig á móti þvinguðum sameiningum og tala um frelsið. Fínt. En á sama tíma og við höfum sveitarfélög sem standa ekki undir grunnrekstri sínum og hátt í helmingur tekna þeirra kemur úr Jöfnunarsjóði, verðum við að staldra við. Við þurfum að sama skapi svör við því hvers vegna ekki eru settir enn öflugri hvatar inn í kerfi Jöfnunarsjóðs þannig að það verði einfaldlega of hagkvæmt að sameinast til að gera það ekki, þá mun sameining sveitarfélaga ganga harðar. Höfum það líka alveg á hreinu að sameining sveitarfélaga snýst um hagræðingu með því að sameina stjórnsýslu. Hún snýst ekki um að sameina íþróttafélög eða þorrablót. Í Reykjanesbæ keppa Keflavík og Njarðvík áfram innbyrðis í körfunni og í Garðabæ, eftir sameiningu Garðabæjar og Álftaness, eru enn haldin tvö þorrablót. Það er lágmark að umræddir þingmenn standi við orð sín og leggi loksins til breytingar á Jöfnunarsjóði sem oft á ekkert skylt með jöfnuði þar stór hluti af útgjöldum ríkisins vegna byggðamála fer í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Að lokum örlítið meira um frelsið og Jöfnunarsjóð. Af hverju er sveitarfélagi eins og Garðabæ refsað fyrir ráðdeild í rekstri og lágar álögur? Það er nefnilega þannig að ef álögur eru ekki í botni og íbúar sveitarfélags borga ekki hæstu mögulegu skatta þá lækka greiðslur Jöfnunarsjóðs til viðkomandi sveitarfélags. Þetta skerðir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Hvar er frelsið og er pólítík í regluverki Jöfnunarsjóðs? Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar