Framlengdi samninginn sinn um einn dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 09:30 Vilde Böe Risa í leik með norska landsliðinu. Getty/Jose Breton Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa gerði óvenjulega framlengingu á samningi sínum á dögunum. Hún framlengdi ekki um eitt ár heldur bara einn dag. Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Það eru sérstakir tímar í knattspyrnuheiminum eins og annars staðar í miðjum heimsfaraldri. Það þýðir líka að dagsetningar hafa breyst og tímabil hafa lengst. Fótboltakonurnar í Svíþjóð og Noregi eru því enn að spila leiki þrátt fyrir að þær séu vanalega komnar í vetrarfrí á þessum tíma ársins. Þetta hefur komið sér illa fyrir leikmenn sem eru að enda sína samninga hjá liðum sínum. Það koma því oft upp óvenjulega aðstæður. Norska knattspyrnukonan Vilde Böe Risa hjá sænska liðinu Kopparbergs/Göteborg náði að leysa sín mál með mjög sérstakri framlengingu. Svenska mästaren Göteborg förlänger kontraktet med Vilde Bøe Risa, med en dag#damallsvenskan #twittboll #fotboll https://t.co/piwjGfzaS4— SVT Sport (@SVTSport) December 8, 2020 Kopparbergs/Göteborg er að spila í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í þessari og næstu viku. Liðið mætir þar enska liðinu Manchester City. Seinni leikurinn er 16. desember eða daginn eftir að samningur Böe Risa rennur út. Hún náði samkomulagi við félag sitt um að framlengja hann um einn dag svo hún nái leiknum. Böe Risa er 25 ára gömul og hefur verið hjá Kopparbergs/Göteborg undanfarin tvö tímabil. Hún varð sænskur meistari með liðinu í ár og bikarmeistari í fyrra. Mercado: Vilde Boe Risa, una de las pivotes titulares de Noruega, extiende su contrato por 1 día para poder jugar la vuelta de #UWCL ante el City. La MC del Goteborg dice tener ofertas del extranjero. Quién se hará con ella? https://t.co/5mFGJv1hDD— FutFem Internacional (@FutFemdelMundo) December 7, 2020 „Þetta myndi líklega aldrei geta gerst í karlafótboltanum en þetta er svolítið öðruvísi hjá okkur konunum. Bæði vegna þess að kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á tímabilið en líka af því að samningar okkar kvenfólksins eru af allt annarri stærðargráðu,“ sagði Vilde Böe Risa við TV2. „Mér fannst að ef ég ætlaði að spila fyrri leikinn þá ætti ég að spila þá báða. Þetta er líka gott tækifæri til að sýna mig. Við höfum líka misst marga leikmenn sem eru að renna út á samningi 15. desember þannig að ég skuldaði liðsfélögunum mínum þetta,“ sagði Böe Risa. Það fylgir líka sögunni að hún fékk enga launahækkun fyrir þennan eina dag sem bætist við samninginn. Ástæðan fyrir því að Vilde Böe Risa vildi ekki framlengja samninginn meira er að hún er að horfa í kringum sig og segist vera með tilboð víða að. Það lítur því út fyrir að leikurinn á síðasta degi samningsins verði hennar síðasti fyrir sænska liðið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira