Fastur í Tókýó: „Legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Víkingur er einn besti píanóleikari landsins @vikingurolafsson Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er sem stendur staddur í Japan á tónleikaferðalagi og verður hann fastur þar einn yfir jólin. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira