Solskjær: Viss um að mínir menn sýni að þeir eigi heima hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Ole Gunnar Solskjær með sænska miðverðinum Victor Lindelof eftir leik á dögunum. EPA-EFE/Paul Ellis Það er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United í kvöld þegar liðið spilar lokaleik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira