Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2020 08:18 Maduro forseti greiðir atkvæði í þingkosningunum í gær. Stjórnarandstaðan sakar hann um að hafa rangt við. AP/Ariana Cubillos Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa. Venesúela Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ef marka má opinberar tölur kjörstjórnar greiddu 5,2 milljónir manna atkvæði í kosningunum, um 31% atkvæðabærra manna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frambjóðendur Sameinaða sósíalistaflokks Venesúela, stjórnarflokks Maduro, hafi unnið meirihluta sæta á þinginu sem stjórnarandstaðan stýrði áður. Vopnaðir hermenn og liðsmenn vopnaðrar sveitar hliðhollri stjórnvöldum voru á kjörstöðum. Þing Venesúela var síðasta sjálfstæða stofnun Venesúela en fyrir nýtur Maduro stuðnings dómstóla, hersins, saksóknara og annarra stofnana ríkisvaldsins. Forsetinn hefur verið sakaður um að hagræða úrslitum kosninganna nú, líkt og í forsetakosningum árið 2018. Evrópusambandið, Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa fordæmt kosningarnar og lýst þær svikular. Hæstiréttur Venesúela skipaði nýja yfirkjörstjórn fyrr á þessu ári án aðkomu þingsins sem stjórnarandstaðan hefur stýrst, þvert á lög. Í henni sitja nú meðal annars þrír einstaklingar sem sæta refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjastjórnar og Kanada, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá lét dómstóllinn fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og skipaði í staðinn þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Eiginkona og sonur Maduro voru á meðal frambjóðenda í kosningunum. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. „Sannleikurinn getur ekki verið falinn. Meirihluti Venesúela sneri baki við svindlinu sem hófst fyrir fleiri mánuðum,“ sagði Guaidó í myndbandi um þingkosningarnar og vísaði til lágrar kjörsóknar. Efnahagsástandið hefur verið svart í Venesúela um langt skeið. Þar hefur ríkt óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum þrátt fyrir að landið sé ríkt af auðlindum, sérstaklega olíu. Washington Post segir að rólegt hafi verið á kjörstöðum í gær. Í mörgum hverfum hafi fólk frekar beðið í biðröðum eftir eldsneyti en eftir því að kjósa.
Venesúela Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira