Fyrrverandi fjármálaráðherra í átta ára fangelsi fyrir spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 15:34 Karl-Heinz Grasser (t.h.) með lögmönnum sínum í dómsal í Vín í dag. Vísir/EPA Kviðdómur í Vín dæmdi Karl-Heinz Grasser, fyrrverandi fjármálaráðherra Austurríkis, í átta ára fangelsi fyrir mútuþægni og misnotkun valds í dag. Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála. Austurríki Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála.
Austurríki Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira