Fyrrverandi fjármálaráðherra í átta ára fangelsi fyrir spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 15:34 Karl-Heinz Grasser (t.h.) með lögmönnum sínum í dómsal í Vín í dag. Vísir/EPA Kviðdómur í Vín dæmdi Karl-Heinz Grasser, fyrrverandi fjármálaráðherra Austurríkis, í átta ára fangelsi fyrir mútuþægni og misnotkun valds í dag. Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála. Austurríki Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Grasser auðgaðist á því að koma innherjaupplýsingum til fjárfesta um sölu stjórnvalda á um 60.000 íbúðum í tengslum við einkavæðingu opinbers fasteignafélags árið 2004. Hann lét náinn vin sinn vita hversu há boð hefðu borist í eignir og kom vinurinn upplýsingunum áfram til fasteignafélags sem gat þá boðið örlítið hærra og tryggt sér eignirnar á eins lágu verði og hægt var. Þýska fréttastofan Deutsche Welle segir að Grasser hafi haft um 9,6 milljónir evra, jafnvirði meira en 1,4 milljarða íslenskra króna, upp í krafsinu í þóknanir frá fyrirtækinu sem keypti íbúðirnar. Það er áætlað um eitt prósent af söluverði eignanna. Málið hefur verið kennt við BUWOG, opinbera fasteignafélagið sem var einkavætt. Fjórtán aðrir hátt settir stjórnmálamenn, stjórnendur og bankamenn voru ákærðir í málinu en réttarhöldin hafa staðið yfir í þrjú ár. Saksóknarar sögðu umfang glæpanna „ótrúlegt“. Grasser var fjármálaráðherra frá 2000 til 2007 og var fulltrúi öfgahægrisinnaða Frelsisflokksins til 2003. Hann bar fyrir dómi að um hálf milljón evra, jafnvirði meira en 76 milljóna íslenskra króna, sem fóru um sama bankareikning og ólöglegar greiðslur í málinu og hann kom með til landsins hafi hann í raun fengið frá tengdamóður sinni, að sögn Politico. Grasser er giftur inn í eina auðugustu fjölskyldu Austurríkis. Lögmaður Grasser segir að hann ætli að áfrýja dómnum til þess ítrasta. Hann heldur því fram að kviðdómendur hafi ekki gert sér grein fyrir því að gríðarlegur þrýstingur neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar hafi í raun dæmt skjólstæðing sinn fyrirfram. Wolfgang Schüssel úr Austurríska þjóðarflokknum var kanslari þegar brotin voru framin. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011 í kjölfar hrinu spillingarmála.
Austurríki Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira